Maraþonsturlun

Thursday, January 12, 2006

2. æfing, hvað svo?

Jæja, þá er maður búinn að mazza æfingu númer 2 og það aðeins 3 dögum eftir æfingu 1. Aldrei hefur liðið svo skammt milli hlaupa hjá mér, ef frá er talið þegar maður hugðist buffa sig upp fyrir útskriftarferðina með MR forðum daga. Allir muna hvernig það fór. American Style tók völdin og Elli 6pack varð senn að ella 2Pac og var jafnvel farið að glitta í notorious b.i.g. á kantinum.

En fregnir herma að Eyðimerkurljónið hafi hlaupið í kvöld litla neshringinn í -2 gráðum og snjó. Því miður féllu engin met en markmið hlaupsins var ekki að bæta eigið met heldur ná úr sér þreytu vegna sunnudagshlaupsins.

Varðandi sunnudagshlaupið, þá þótti mér Tuddinn ekki standa sig nógu vel með því að mæta ekki. Hvað á það að þýða? Þarf þjálfari þarf ekki að áminna menn fyrir slíka hegðun. Menn geta amk mætt og hvatt mannskapinn áfram. Á mynd hér að neðan má sjá Tuddan "dissa" sunnudagshlaupið í partíi á aðfaranótt laugardags.



Þessari líkamstjáningu Tuddans fylgdi hin fleyga setning: "Hlaupa schmaupa! Ég er að fara búsa!!"

Hvernig er það, hvort er næsta æfing á laugardag eða sunnudag. Mig er farið að þyrsta í 8km+. Er einhver metnaður fyrir slíku. Hvað segir þjálfarinn? Er e.t.v. betra að halda fyrstu hlaupum í kringum 6km á meðan liðleika og grunnþoli er náð?

0 Comments:

Post a Comment

<< Home