Maraþonsturlun

Wednesday, December 28, 2005

Skúli og Beta kveikja í mannskapnum: 42 km í nóv 06 góðan daginn!!



Já, viti menn?

Elísabet, spúsa Skúla (a.k.a. DA SchoolMasta) hefur hrundið af stað geveiki á meðal skítsmanna og tekið af þeim loforð um að taka þátt í maraþoni í nóvember 2006 => eftir 11 mánuði.

Af því tilefni hefur verið opnuð peppsíða fyrir mannskapinn sem hyggst taka þátt en það eru eftirfarandi :

1. Bjarni Kristinn Torfason (a.k.a. BoTo eða Tuddinn). Bjarni er byrjaður að æfa á fullu. Byrjaður að tæta í sig ævisögu Paulu Radcliffe (My life as a bunny) og farinn að stúdera kolvetni og nítröt.

2. Þorbjörn Sigurðsson (a.k.a. Tobbi eða Tobbólínó). Tobbólínó hefur löngum verið sprettharður en fáir vita að hann hefur lengi stundað víðavangshlaup í skjóli nætur, flýjandi undan trylltum rokkpíkum sem vilja eiginhandaráritun gítar- og hljómborðsleikarans knáa.

3. Ellert Guðjónsson (a.k.a. Eyðimerkurljónið eða Hvíti Kipketer). Óumdeilanlega besti víðavangshlauparinn á Íslandi í dag. Hefur æft sig sem vitstola hundur síðustu 2 sumur og setti met þegar hann náði besta millitíma sem mælst hefur á stóra neshringnum. Rómaður fyrir léttan hlaupastíl líkt og fjarskyldur ættingi hans, daninn Wilson Kipketer.

4. Björn Viðarsson (a.k.a. Eldingin eða Blettatígurinn). Björn er mikið náttúrubarn og kýs að hlaupa berfættur í heimagerðum hjólabuxum. Margir muna eftir honum úr Reykjavíkurmaraþoninu sl. haust þar sem Björn kaus að hlaupa 47 kílómetra. Ástæðu þess sagði hann vera þá að upprunalega hafi maraþonið verið 47 km en sagnaritarar hafi skrifað það svo illa að það virtist vera 42 km. Sumir segja Björninn klikk. Aðrir segja hann snilling.

5. Síðast skal nefna fyrirliða og spilandi þjálfara hópsins, Elísabetu Margeirsdóttur maraþonhlaupara með meiru. Elísabet er upphafskona sturlunarinnar og helsti ráðgjafi. Elísabet hefur hlaupið New York maraþonið á undir 4klst og 30 mínútum og geri aðrir betur í 25°C hita og 110% raka. Elísabet mun láta gamminn geisa á síðum maraþonsturlunarinnar og koma með pistla um mikilvæg atriði sem hafa þarf í huga á undirbúningstímabilinu. Prótínsjeika-uppskriftir, hvað skal gjöra ef maður þarf að kúka í miðju hlaupi, hvernig á að lækna hlaupasting og hryllingssögur af hælsærum.

Skítsmenn hafa tekið loforð af elísabetu að ef einhver okkar mun hlaupa á betri tíma en hún í nóvember 2006 þá muni hún snoða sig og dansa hipp hopp í heila viku.


Látum gott heita.

Vonum að meðlimir hlaupagrúppunnar verði duglegir að pósta bestu hlaupaplaylistana, helstu hlaupaleiðir og aðrar vangaveltur á æfingatímabilinu fram að hlaupi.

kv.

Hvíti Kipketer